Íslenski boltinn

Haraldur Freyr: Hrikalega sáttir með þetta

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Haraldur Freyr, fyrirliði Keflvíkinga.
Haraldur Freyr, fyrirliði Keflvíkinga.
„Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik en svo aftur á móti virkuðum við þreyttir í síðari hálfleik. Það er búið að vera mikið af leikjum undanfarið svo að það er eflaust ástæðan en þetta var kærkominn sigur. Við vorum búnir að berja það í okkur að við þyrftum að ná sigri í þessum leik og koma okkur aftur á beinu brautina," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavík, eftir sigur hans manna gegn Val í dag. Haraldur var mjög ánægður með leikinn og segir að það sé ljóst að þeir ætli sér að vera með í toppbaráttunni. „Það var orðið of langt síðan við unnum síðast en þrátt fyrir það þá höfum við hangið þarna uppi og það var svona annað hvort eða í dag, hvort við ætluðum að vera með í þessu eða ekki. Það tókst og við erum bara hrikalega sáttir með þetta," sagði fyrirliðinn en liðið virkaði ansi þétt í kvöld og heimamenn náðu ekki skoti á markið fyrr en eftir hálftíma leik. „Við leggjum upp með það að gefa ekki færi á okkur og svo lengi sem við gerum það ekki þá erum við til alls líklegir þar sem við erum að skapa fín færi fram á við. Það er gott að koma á þennan erfiða völl og taka öll stigin, við erum sáttir," sagði Haraldur Freyr ánægður í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×