Íslenski boltinn

Auðun: Fátt sem fellur með okkur þessa dagana

Stefán Pálsson skrifar

,,Mér fannst ekkert mikið vanta upp á hjá okkur í dag,“ sagði Auðun Helgason leikmaður Grindvíkinga eftir 1-2 tap gegn Fylki í níundu umferð Pepsi- deild karla.

,,Við fáum á okkur mark strax í byrjum sem sló okkur smá útaf laginu, en við komum samt til baka og jöfnum leikinn og vorum ekkert mikið verri aðilinn í leiknum, en það er ekki mikið að falla með okkur þessa dagana ,“ sagði Auðun.

"Við förum í alla leiki til að vinna þá en stundum gengur það bara ekki upp. Það getur verð að smá þreyta hafi verið í liðinu eftir erfiðan bikarleik í vikunni, en við getum ekkert skýlt okkur bakvið það og  verðum bara að mæta vel stemmdir í næsta leik ,“ sagði Auðun.

Það verður sannkallaður botnslagur í næstu umferð þegar Grindvíkingar fara í heimsókn í Frostaskólið og mæta KR-ingum.

,, Það er alltaf gaman að mæta KR og þeir eru með frábært lið, en við verðum bara að mæta vel stemmdir í þann leik og gera okkar besti, sem verður vonandi nóg ,“ sagði Auðun að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×