Fótbolti

Robben í byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arjen Robben, lengst til vinstri.
Arjen Robben, lengst til vinstri. Nordic Photos / AFP
Holland og Slóvakía eigast við í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku nú klukkan 14.00. Arjen Robben er í byrjunarliði Hollands í fyrsta sinn í keppninni.

Robben meiddist í æfingaleik með hollenska landsliðinu skömmu fyrir mót en kom inn á sem varamaður í síðasta leik Hollands í riðlakeppninni.

Rafael van der Vaart er hins vegar meiddur og mun Dirk Kuyt leika á vinstri kantinum í hans stað. Robben fer því á hægri kantinn í stað Kuyt.

Þá snýr Gregory van der Wiel aftur í byrjunarliðið í stöðu hægri bakvarðar og Khalid Boulahrouz fer á bekkinn.

Ein breyting var gerð á byrjunarliði Slóvakíu frá síðasta leik en Vladimir Weiss, sonur og alnafni landsliðsþjálfarns, kemur inn á miðjuna í stað Zdeno Strba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×