Íslenski boltinn

Grétar: Eitt ljótasta mark sem ég hef séð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

"Mér fannst okkar leikur mjög góður en við mættum ekki til leiks í upphafi og það kostaði mark. Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn áður en við fáum á okkur eitt ljótasta mark sem ég hef séð," sagði hundfúll Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur eftir tapið gegn Blikum í dag.

"Munurinn á okkur og í fyrra er að við skorum ekki. Við fengum á okkur mörk í fyrra en þá skoruðum við líka meira. Þetta er kannski aðeins farið að setjast í hausinn á mönnum og pirra þá," sagði Grétar.

"Nú sitjum við eftir sem er leiðinlegt því enn og aftur áttum við að gera betur. Við megum samt ekki hætta. Það er fullt af leikjum eftir. Við erum í Evrópukeppni sem og í bikarnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×