Enski boltinn

Arteta vill heim til Spánar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.

Mikel Arteta, miðjumaður Everton, hefur tilkynnt knattspyrnustjóranum David Moyes að hann vilji halda aftur heim til Spánar. Frá þessu greini Mail on Sunday í dag.

Arteta og eiginkona hans, Lorena, eignuðust barn á síðasta ári og vilja að hann alist upp á Spáni í tenglsum við skyldmenni sín.

Leikmaðurinn er metinn á 12 milljónir punda og hefur umboðsmaður hans þegar kannað landslagið á Spáni og athugað með áhuga liða í La Liga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×