Íslenski boltinn

Ótrúlegt sigurmark Guðmundar gegn KR - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blikar fagna fyrra marki sínu í gær.
Blikar fagna fyrra marki sínu í gær. Mynd/Vilhelm

Guðmundur Pétursson skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Breiðablik gegn hans gömlu félögum í KR í leik liðanna í Pepsi-deildinni í gær.

Öll mörkin og tilþrifin úr 9. umferð Pepsi-deildar karla má nú sjá á Vísi með því að smella á Brot af því besta, undir liðnum VefTV.

Markið hans Guðmundar má sjá í samantekt leiks Breiðabliks og KR en sjón er sögu ríkari. Markið kemur þegar um þrjár mínútur eru liðnar af myndskeiðinu.

Fimm leikir fóru fram í deildinni í gær en á föstudaginn fór fram leikur ÍBV og Selfoss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×