Íslenski boltinn

Heimir: Áhugaleysi og andleysi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir og Björn Daníel Sverrisson.
Heimir og Björn Daníel Sverrisson.
"Þetta var púra víti og ekkert við því að segja. Dómarinn var frábær í þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-3 tapið gegn Stjörnunni í dag.

FH-ingar voru yfir í leiknum þegar Gunnleifur Gunnleifsson markvörður fékk rauða spjaldið fyrir brot á Steinþóri Frey Þorsteinssyni og vítaspyrna dæmd.

"Fyrri hálfleikur var allt í lagi hjá okkur. Við komumst yfir og áttum einhver tækifæri. Seinni hálfleikurinn var bara skelfilegur. Áhugaleysi og andleysi. Stjarnan gekk á lagið og kláraði þennan leik enda með einstaklinga sem geta refsað hvaða liði sem er," sagði Heimir.

"Liðið mætti illa stemmt í seinni hálfleikinn og það vekur áhyggjur hjá mér. Við vorum undir á öllum vígstöðvum. Við gátum ekki sparkað boltanum á milli manna og töpuðum öllum tæklingum. Þetta var með ólíkindum og við höfum viku til að laga þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×