Fótbolti

Tevez: Stórt skref í átt að titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur verið magnaður á HM og hann var aftur í sviðsljósinu í kvöld er hann skoraði tvö mörk í sigrinum á Mexíkó.

Tevez segir að Argentínumenn megi ekki gleyma sér í gleðinni og þurfi að hefja undirbúning fyrir Þjóðverjaleikinn strax.

"Þetta var vissulega mikilvægt skref í átt að úrslitaleiknum og titlinum. Við erum komnir í átta liða úrslit og ég er mjög kátur," sagði Tevez.

"Argentínska þjóðin er að njóta HM og hefur allan rétt til þess að fagna. Við verðum aftur á móti að hvíla okkur og hefja undirbúning fyrir Þjóðverjaleikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×