Íslenski boltinn

Ólafur: Þurfti ekki að hvetja Guðmund til góðra verka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

"Það sem skóp þennan sigur í dag var vinnusemi og agi. Svo var mikið hjarta í liðinu í dag," sagði kátur þjálfari Breiðabliks, Ólafur Kristjánsson, eftir góðan sigur á KR, 2-1.

"Mér fannst KR-ingarnir vera að spila virkilega vel í dag. Þetta er með því besta sem ég hef séð frá KR í sumar. Þeir sköpuðu mikið en seiglan var okkar megin," sagði Ólafur en Blikar áttu undir högg að sækja allt þar til hann skipti Guðmundi Péturssyni inn af bekknum.

"Við vorum að tapa miðjunni en náum henni aftur þarna. Það þurfti ekki að hvetja Guðmund mikið til góðra verka í dag.  Markið var vissulega ekki fallegt en telur jafn mikið og öll hin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×