Íslenski boltinn

Kristinn: Gott hjá strákunum að fá ekki rautt spjald

Stefán Pálsson skrifar
Óli Þórðar var í banni í kvöld.
Óli Þórðar var í banni í kvöld.

„Þetta er bara ákveðin léttir og virkilega þægilegt að ná í þrjú stig loksins,“ sagði Kristinn H. Guðbrandsson ánægður eftir 1-2 sigur Fylkis gegn Grindavík í níundu umferð Pepsi-deildar karla á Grindavíkurvelli í dag.

Kristinn stýrði liði Fylkis í fjarveru Ólafs Þórðarsonar sem tók út leikbann.

,,Við komumst yfir í byrjun leiks en missum síðan dampinn í smá tíma, en mér fannst samt sem áður ákveðið jafnvægi í leik minna mann í fyrra hálfleik,“ sagði Kristinn

,,Við föllum töluvert til baka í síðari hálfleik og þá fáum við á okkur þetta mark, en svona heilt yfir var þetta bara allt í lagi en við eigum samt töluvert inni,“ sagði Kristinn.

,,Það sem stendur kannski upp úr hjá eftir leikinn í dag er að við fengum ekkert rautt spjald í leiknum en svo er líka frábært hjá strákunum að halda haus og sækja þessi þrjú stig, “ sagði Kristinn.

Fylkir mætir frá Hvíta Rússlandi í undankeppni Evrópudeildar UEFA og fer leikurinn fram ytra á fimmtudaginn.

,,Við eigum erfitt flug fyrir höndum á þriðjudaginn og mættum síðan Zhodino frá Hvíta Rússlandi  sem verður bara skemmtilegt verkefni en svo er strax leikur við Hauka á sunnudaginn svo þetta verður erfið vika en við erum klárir í það,“ sagði Kristinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×