Íslenski boltinn

Atli Sveinn: Hausinn var ekki ferskur

Atli Sveinn, fyrirliði Valsmanna.
Atli Sveinn, fyrirliði Valsmanna.
„Liðið virkaði þungt en ég held að það hafi aðalega verið andlegt. Við vorum með margar ferskar lappir hér í dag þar sem það voru ekki margir af okkur sem spiluðu í bikarnum á miðvikudaginn en hausinn var ekki ferskur, " sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliðið Valsmanna, eftir tap gegn Keflavík fyrr í dag. „Þeir litu betur út í þessum leik og við fórum aldrei í gang því miður. Við verðum að byrja leikina, það bíða allir eftir því að eitthvað gerist og sýnum smá lífsmark þegar að þeir skora en ekkert að ráði. Við verðum að taka meira frumkvæði og láta hlutina gerast." „Við getum látið þennan leik okkur að kenningu verða, ef við mætum ekki á fullu þá vinnum við ekki leiki. Það er bara svoleiðis," sagði fyrirliðinn svekktur að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×