Fótbolti

Æfði með kjötstykki í skónum sínum

James Collins, varnarmaður Aston Villa, var tilbúinn að prófa eitthvað nýtt til þess að ná sér góðum fyrir leik Aston Villa liðsins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enski boltinn

Svíar komust á EM eftir 3-2 sigur á Hollendingum

Svíar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í fótbolta næsta sumar með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum í Stokkhólmi í kvöld. Hollendingar voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti á EM en sigur Svía í kvöld þýðir að Svíþjóð er með bestan árangur þeirra þjóða sem enduðu í 2. sæti í riðlinum níu.

Fótbolti

Frammistaða Neuer framar björtustu vonum

Markvörðurinn Manuel Neuer hefur heldur betur byrjað með látum hjá Bayern Munchen. Hann fær varla á sig mark og setti met um daginn er hann hélt markinu hreinu í 1018 mínútur. Gamla metið átti Oliver Kahn en það met var 1011 mínútur.

Fótbolti

Van Basten á leið til Ajax

Gömlu stjörnurnar streyma aftur til Ajax þessi misserin og nú er búist við því að gamla markamaskínan Marco Van Basten verði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Fótbolti

Þóra og Sara á toppnum fyrir lokaumferðina

LdB FC Malmö, lið þeirra Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann mikilvægan sigur í sænsku kvennadeildinni í kvöld. LdB FC Malmö vann þá 1-0 útisigur á Hammarby og náði fyrir vikið eins stigs forskoti á toppnum fyrir lokaumferðina sem fram fer um næstu helgi.

Fótbolti

Danir unnu Portúgali sannfærandi og komust á EM

Danir tryggði sér sigur í okkar riðli og sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar með því að vinna sannfærandi 2-1 sigur á Portúgal á lokakvöldi undankeppni EM 2012. Portúgalir verða því að sætta sig við það að fara í umspilið. Danir voru ekki í alltof góðri stöðu fyrir haustleikina en unnu bæði Norðmenn og Portúgal á Parken sem vóg þungt.

Fótbolti

Beasley: Klinsmann er svalur þjálfari

Þjóðverjinn Jurgen Klinsmann er heldur betur að hrista upp í hlutunum hjá bandaríska landsliðinu. Klinsmann hefur komið inn með miklar breytingar hjá landsliðinu sem fara vel í leikmenn liðsins.

Fótbolti

West Ham fær ekki að kaupa Ólympíuleikvanginn

Baráttunni um Ólympíuleikvanginn í London er hvergi nærri lokið. Búið var að að úthluta West Ham völlinn eftir að ÓL lýkur næsta sumar en í dag verður sá samningur felldur úr gildi. West Ham getur þakkað það Tottenham og Leyton Orient sem kærðu gjörninginn.

Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið stendur með Rooney

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins standa þétt við bak Wayne Rooney og ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo Rooney fái aðeins eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Svartfjallalandi.

Fótbolti

Tvö upp úr okkar riðli á lokakvöldi riðlakeppni EM?

Riðlakeppni undankeppni EM lýkur í kvöld en Ísland og England eru tvær af þeim þjóðum sem hafa þegar lokið keppni. Fimm sæti á EM eru í boði á lokakvöldinu en England, Spánn, Þýskaland, Ítalía og Holland hafa þegar tryggt sig inn á EM auk gestgjafa Póllands og Úkraínu.

Fótbolti

Keflvíkingar ráða kannski þjálfara í dag

„Við erum búnir að ræða bæði við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Það er okkar von að þeir taki þetta að sér saman,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, en Keflvíkingar eru að leggja lokahönd á þjálfaramálin hjá sér.

Íslenski boltinn

Við Óli Þórðar erum ólíkar týpur

Ásmundur Arnarsson hætti í gær með 1. deildarlið Fjölnis og gerði þriggja ára samning um að taka við Pepsi-deildarliði Fylkis. Fjölnismenn stóðu ekki í vegi fyrir honum og réðu síðan strax í gær aðstoðarmann hans undanfarin þrjú ár, Ágúst Þór Gylfason, sem eftirmann hans.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn skoðar sína möguleika

"Ég er bara samningslaus leikmaður að skoða mína möguleika. Þannig er staðan hjá mér í dag,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, en hann á enn eftir að ganga frá leikmannasamningi og ekki er víst að hann spili áfram með Grindavík.

Íslenski boltinn

Krkic afar hrifinn af Totti

Spánverjinn Bojan Krkic er afar sáttur í herbúðum ítalska félagsins Roma en þangað kom hann í sumar frá Barcelona. Krkic hrósar fyrirliða félagsins, Francesco Totti, sérstaklega mikið.

Fótbolti

Martin Atkinson ekki settur í skammarkrókinn

Enska dómaranum Martin Atkinson verður ekki refsað fyrir mistök sín í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á Goodison Park á dögunum. Atkinson rak þá Everton-manninn Jack Rodwell af velli þrátt fyrir að varla hafi verið um brot að ræða.

Enski boltinn