Enski boltinn

Ba í samningaviðræður við Chelsea

Demba Ba er líklega á leiðinni til Chelsea en hann mun hitta fulltrúa félagsins innan skamms samkvæmt heimildum Sky Sports. Ba er með klásúlu í samningi sínum við Newcastle um að hann geti farið frá félaginu fyrir 7 milljónir punda og Chelsea virðist hafa nýtt sér það.

Enski boltinn

Rodgers veikur – Missir af leiknum gegn QPR

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, mun missa af leik Liverpool gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag vegna veikinda. Rodgers er að glíma við veikindi sem hafa verið að ganga í herbúðum Liverpool að undanförnu og verður því ekki á hliðarlínunni í dag.

Enski boltinn

Suarez með tvö mörk í sigri Liverpool

Liverpool vann öruggan 3-0 sigur gegn QPR í lokaleik 20. umferða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool gekk frá leiknum á fyrsta hálftímanum því Louis Suarez var búinn að skora tvívegis eftir um 15 mínútur og Daniel Agger bætti við þriðja markinu á 28. mínútu.

Enski boltinn

West Ham vill halda Allardyce

Það er mikil ánægja með störf Sam Allardyce hjá West Ham og stjórnarformaður félagsins, David Gold, hefur gefið í skyn að Allardyce muni fá nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn

Walcott lærir af Henry

Þó svo það hafi ekki gengið enn sem komið er hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að fá Theo Walcott til þess að skrifa undir nýjan samning þá verður hann ekki sakaður um að reyna ekki allt sem hann getur.

Enski boltinn

Muamba fór á kostum í dansþætti

Fabrice Muamba, sem fór í hjartastopp í viðureign Bolton gegn Tottenham í FA bikarnum á síðustu leiktíð, sýndi frábær tilþrif í dansþættinum „Strictly come dancing" á BBC1 á dögunum.

Enski boltinn

Wenger um Ferguson: Það eiga að gilda sömu reglur um alla

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að allir knattspyrnustjórar eiga að fá refsingu gangi þeir of langt í aðfinnslum sínum við dómara. Það hefur vakið mikla athygli að Sir Alex Ferguson komst upp með mikil mótlæti á hliðarlínunni í 4-3 sigri Manchester United á Newcastle um síðustu helgi.

Enski boltinn

Villas-Boas: Bale er einn af þeim bestu

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, hrósaði mikið Gareth Bale, eftir að velski leikmaðurinn skoraði þrennu á móti Aston Villa á annan í jólum. Þetta var fyrsta þrenna Bale í ensku úrvalsdeildinni en hann hafði áður skorað þrennu í Meistaradeildinni.

Enski boltinn