Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að versla í janúar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að opna veskið eftir áramót og versla í janúarglugganum.

United er í fínum málum í ensku úrvalsdeildinni með sjö stiga forskot og á fínni leið að 20. meistaratitlinum.

"Ég stefni ekki á nein stórkaup í janúar. Ég þarf þess ekki því ég er meira en sáttur við minn leikmannahóp. Þessi hópur er á pari við aðra hópa sem ég hef haft hérna," sagði Ferguson.

"Ekki trúa öllu sem þið lesið í blöðunum. Ef eitthvað væri að marka það þá hefðum við stærsta leikmannahóp í Evrópu. Við yrðum þess utan gjaldþrota."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×