Enski boltinn

Bellamy á leið frá West Ham

Ef Craig Bellamy fær einhverju ráðið er ljóst að hann er á leið frá Íslendingafélaginu West Ham. Hann mun hafa yfirgefið æfingasvæði félagsins í fússi í gær.

Enski boltinn

Leikir helgarinnar á Englandi

Manchester United getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið sækir Bolton heim, en liðið verður þá án framherjans Wayne Rooney sem er meiddur á læri.

Enski boltinn

Makukula til Bolton

Framherjinn Ariza Makukula hefur verið lánaður til enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton út leiktíðina en áður hafði hann hafnað að fara til West Brom.

Enski boltinn

Alltaf planið að kaupa Kaka

Haft er eftir Robinho, leikmanni Manchester City, í enskum fjölmiðlum í dag að það hafi alltaf verið áætlun eigenda félagsins að kaupa Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Enski boltinn

Helstu atburðir í Kaka-málinu

Þó svo að fréttir af ofurtilboði Manchester City í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan virðast hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti hefur leikmaðurinn lengi verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

46,1 milljarða pakki fyrir Kaka

Enska götublaðið The Sun heldur því fram í dag að Manchester City muni samtals greiða 243 milljónir punda eða 46,1 milljarða króna fyrir Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

Enski boltinn

Gunnleifur til Crewe?

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Guðjón Þórðarson nýráðinn knattspyrnustjóri C-deildarliðsins Crewe á Englandi sett sig í samband við Gunnleif Gunnleifsson landsliðsmarkvörð Íslands með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir.

Enski boltinn

Rio Ferdinand stendur að útgáfu vefrits

Rio Ferdinand, varnarmaðurinn skæði hjá Manchester United, mun frá og með næsta mánuði gefa út vefrit á heimasíðunni sinni sem helgað verður íþróttum, lífstíl, fræga fólkinu og fleira í þeim dúr.

Enski boltinn

Fortune til West Brom

Enska úrvalsdeildarfélagið hefur gengið frá lánssamningi við Marseille um framherjann Marc-Antoine Fortune frá Nancy í Frkklandi.

Enski boltinn

Kilbane kominn til Hull

Hull hefur gengið frá kaupunum á Kevin Kilbane frá Wigan en kaupverðið er óuppgefið. hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá Hull.

Enski boltinn