Enski boltinn

Kilbane kominn til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Kilbane í leik með Wigan.
Kevin Kilbane í leik með Wigan. Nordic Photos / Getty Images

Hull hefur gengið frá kaupunum á Kevin Kilbane frá Wigan en kaupverðið er óuppgefið. hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá Hull.

Kilbane hefur lítið fengið að spila hjá Wigan en hann er 31 árs gamall og á að baki 92 leiki með írska landsliðinu.

„Hann býr yfir mikilli reynslu sem á eftir að reynast okkur afar dýrmæt," sagði Phil Brown, stjóri Hull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×