Enski boltinn

Arsenal fundar með Zenit um Arshavin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Forráðamenn Arsenal og rússneska félagsins Zenit frá St. Pétursborg munu funda á þriðjudaginn um möguleg kaup Arsenal á Andrei Arshavin. Talsmaður Zenit staðfesti þetta.

Zenit hefur þegar hafnað boði frá Arsenal sem er talið nema tíu milljónum punda en Rússarnir vilja fá um tvöfalt meira fyrir Arshavin.

Þrátt fyrir það er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vongóður um að félagið nái að landa Arshavin áður en félagaskiptaglugginn lokar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×