Enski boltinn

Bellamy á leið frá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy hefur víða komið við á sínum ferli og þykir erfiður í skapinu.
Craig Bellamy hefur víða komið við á sínum ferli og þykir erfiður í skapinu. Nordic Photos / Getty Images

Ef Craig Bellamy fær einhverju ráðið er ljóst að hann er á leið frá Íslendingafélaginu West Ham. Hann mun hafa yfirgefið æfingasvæði félagsins í fússi í gær.

West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur hafnað fjórum tilboðum frá Manchester City og einu frá Tottenham sem er talið nema tólf milljónum punda. Bellamy hefur einnig hafnað nýju samningstilboði frá West Ham.

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri, hefur viðurkennt að hann hafi lítinn áhuga á að halda einhverjum hja félaginu gegn sínum vilja.

„Ég ber virðingu fyrir Craig og það hefur valdið mér vonbrigðum að hann vill ekki vera lengur hjá félaginu," sagði Zola. „En ég vil bara hafa leikmenn sem vilja vera hérna. Ég þarf á leikmönnum að halda sem eru einbeittir að okkar verkefnum. Félagið er ofar öllum."

Bellamy hefur skorað í þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×