Enski boltinn

Fortune til West Brom

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fortune í leik með Nancy í sumar.
Fortune í leik með Nancy í sumar. Nordic Photos / AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið hefur gengið frá lánssamningi við Marseille um framherjann Marc-Antoine Fortune frá Nancy í Frkklandi.

Veigar Páll Gunnarsson samdi nýverið við Nancy og því ljóst að með brotthvarfi Fortune að hann á meiri möguleika en ella að komast í byrjunarliðið þar.

Fortune gekk til liðs við Nancy árið 2007 og skoraði sex mörk fyrir liðið á síðustu leiktíð er Nancy varð í fjórða sæti deildarinnar. Búist er við því að hann verði í leikmannahópi West Brom er liðið mætir Middlesbrough á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×