Enski boltinn

Nemanja Vidic vill fleiri titla

„Ég vann einn titil fyrir tveimur árum og tvo á því síðasta. Ég vona að þessi þróun haldi áfram," segir Nemanja Vidic, varnamaðurinn ógnarsterki hjá Manchester United.

Enski boltinn

Bullard í hnéuppskurð

Jimmy Bullard, miðjumaður Hull City, mun gangast undir hnéuppskurð í Bandaríkjunum á morgun. Þessi þrítugi baráttujaxl er dýrasti leikmaður í sögu Hull.

Enski boltinn

Aron vekur áhuga Blackburn

Enska blaðið Daily Mirror segir frá því í dag að úrvalsdeildarliðið Blackburn hafi áhuga á því að kaupa íslenska landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson.

Enski boltinn

Wenger: Sterkt að fá Eduardo aftur

Allra augu beindust að Eduardo Da Silva sem skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í 4-0 sigri á Cardiff. Þetta var fyrsti leikur króatíska sóknarmannsins í byrjunarliðinu síðan hann fótbrotnaði illa fyrir ári síðan.

Enski boltinn

Fabregas á undan áætlun

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vonast til að geta æft með bolta á næstu tíu dögum. Bati hans er hraður og á undan áætlun en hann meiddist á hné í leik gegn Liverpool fyrir jól.

Enski boltinn

Eduardo í byrjunarliðinu

Króatíski sóknarmaðurinn Eduardo Da Silva er í byrjunarliði Arsenal sem mætir Cardiff City í enska bikarnum nú klukkan 19:45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn

Ensk félög skoða leikmann frá Gabon

Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á varnarmanninum Bruno Ecuele Manga frá Gabon. Leikmaðurinn er tvítugur og spilar með liði SC Angers í frönsku 2. deildinni en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Enski boltinn

Aron gleymdi fagninu

Aron Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry um helgina þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Blackburn í bikarnum.

Enski boltinn

United líklegt til afreka

Nigel Clough knattspyrnustjóri Derby County segir að ef eitthver lið geti unnið 5 titla á einni og sömu leiktíðinni þá sé það Manchester Untited.

Enski boltinn

Víst getum við spilað saman

Frakkinn Niclas Anelka sendi fyrrverand knattspyrnustjóra sínum hjá Chelsea, Luis Felipe Scolari, tóninn eftir að Anelka skoraði þrennu þegar Chelsea skaut Watford út úr ensku bikarkeppninni um helgina.

Enski boltinn

Rooney klár um helgina

Framherjinn Wayne Rooney hefur ekki spilað með Manchester United síðan 14. janúar en hann ætti að verða klár í slaginn um næstu helgi þegar liðið mætir Blackburn.

Enski boltinn

Rodwell fær nýjan samning

Everton ætlar að verðlauna hinn 17 ára Jack Rodwell með nýjum 5 ára samningi en Rodwell skoraði fyrsta mark sitt fyrir Everton þegar liðið lagði Aston Villa að velli í ensku bikarkeppninni í gær.

Enski boltinn