Enski boltinn

Bullard í hnéuppskurð

NordicPhotos/GettyImages

Jimmy Bullard, miðjumaður Hull City, mun gangast undir hnéuppskurð í Bandaríkjunum á morgun. Þessi þrítugi baráttujaxl er dýrasti leikmaður í sögu Hull.

Bullard var keyptur frá Fulham í janúar en þar lenti hann í því að slíta krossbönd árið 2006. Meiðsli hans nú eru ekki jafn alvarleg, en hann á þó að fljúga til Denver og hitta sérfræðing. Ekki hefur verið gefið upp hve lengi hann verður frá keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×