Enski boltinn

Chelsea bíður eftir Aroni og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson fagnar marki sínu um helgina.
Aron Einar Gunnarsson fagnar marki sínu um helgina. Nordic Photos / AFP

Dregið var í fjórðungsúrslit enskui bikarkeppninnar í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry gætu mætt Chelsea á heimavelli.

Aron Einar skoraði eitt mark fyrir Coventry er liðið gerði 2-2 jafntefli við Blackburn á útivelli um helgina. Liðin þurfa því að mætast öðru sinni á heimavelli Coventry og sigurvegari þess leiks mætir Chelsea í næstu umferð.

Fjórum leikjum lauk með jafntefli um helgina og þá á enn eftir að útkljá viðureign Arsenal og Cardiff úr fjórðu umferðinni. Þessi lið mætast á morgun og siguvegari þess leiks mætir Burnley í fimmtu umferðinni.

Leikirnir:

Blackburn eða Coventry - Chelsea

Swansea eða Fulham - Manchester United

Cardiff City/Arsenal eða Burnley - Sheffield United eða Hull City

Everton - West Ham eða Middlesbrough






Fleiri fréttir

Sjá meira


×