Enski boltinn

Solbakken: City að eyðileggja fótboltann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stale Solbakken.
Stale Solbakken.

Stale Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er ekki mikill aðdáandi Manchester City og segir félagið taka þátt í að eyðileggja fótboltaheiminn. Félögin eigast við í UEFA-bikarnum síðar í vikunni.

„Þær upphæðir sem nefndar hafa verið í kringum félagið eru stjarnfræðilegar. Ég tel svona upphæðir taka þátt í að eyðileggja fótboltann," segir Solbakken en sem leikmaður lék hann um tíma með Wimbledon á Englandi.

„Þeir eru að búa til of mikið bil milli þess sem ég kalla raunveruleikann og svo Manchester City. Það er samt erfiðast fyrir City að félagið er ekki stórt og þess vegna breyta peningarnir ekki miklu fyrir þá," sagði Solbakken og er þá líklega að vísa til þess að félaginu mistókst að kaupa Kaka. „Þó að þú eigir nóg af peningum þá er erfitt að fá bestu leikmennina þegar félagið er ekki nægilega heillandi. Þeir keyptu Wayne Bridge fyrir mikinn pening þó hann sé ekki mikið betri leikmaður en þeir sem voru fyrir í liðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×