Enski boltinn

Aron gleymdi fagninu

Aron fagnar marki sínu um helgina
Aron fagnar marki sínu um helgina AFP

Aron Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry um helgina þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Blackburn í bikarnum.

Markið skoraði Aron með gullfallegu langskoti og var hann svo upp með sér yfir markinu að hann gleymdi alveg að frumsýna sérstök fagnaðarlæti sem hann hafði ætlað að frumsýna þegar hann skoraði sitt fyrsta mark.

"Ég náði ekki andanum þegar ég sá boltann fara í netið. Ég sá fljótlega að boltinn færi í markið en þett gerðist svo hratt að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera," sagði Aron í viðtali á heimasíðu Coventry.

"Ég var búinn að ákveða að fagna á ákveðinn hátt þegar ég skoraði fyrsta markið mitt en ég steingleymdi því af því ég var svo ánægður," sagði Aron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×