Enski boltinn

Wenger: Sterkt að fá Eduardo aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eduardo faðmar Colbert.
Eduardo faðmar Colbert.

Allra augu beindust að Eduardo Da Silva sem skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í 4-0 sigri á Cardiff. Þetta var fyrsti leikur króatíska sóknarmannsins í byrjunarliðinu síðan hann fótbrotnaði illa fyrir ári síðan.

Eduardo átti frábæra endurkomu og skoraði tvö mörk. „Hann átti virkilega góðan leik fyrir okkur. Þegar þú hefur verið svona lengi frá er erfitt að vera þolinmóður. Mæta á hverjum degi og sjá alla aðra vera að spila. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hann," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Hann getur hjálpað okkur mikið á lokasprettinum og aðstoðað okkur í að ná sigrum. Hann hefur frábært viðhorf, mikla hæfileika og er gífurlega snjall leikmaður. Ótrúlegur íþróttamaður," sagði Wenger.

Eduardo fagnaði seinna marki sínu með því að hlaupa til Tony Colbert, þrekþjálfara Arsenal, og gefa honum faðmlag eins og sjá má á myndinni. Colbert sá um Eduardo í endurhæfingu hans eftir meiðslin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×