Enski boltinn

Ensk félög skoða leikmann frá Gabon

Elvar Geir Magnússon skrifar

Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á varnarmanninum Bruno Ecuele Manga frá Gabon. Leikmaðurinn er tvítugur og spilar með liði SC Angers í frönsku 2. deildinni en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Talið er að Arsenal og Liverpool séu með augu á Manga. Það er þó talið geta verið erfitt fyrir hann að fá atvinnuleyfi á Englandi strax en hann er stoltur af þeim áhuga sem honum hefur verið sýndur. „Það er frábært að lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á mér. Það þýðir að ég sé að gera góða hluti og er ákveðin viðurkenning fyrir mig. Ég ætla að halda áfram að bæta minn leik og svo sé ég hvað gerist," sagði Manga við Sky.

„Fyrir þremur árum var ég að spila með FC105 í Gabon en í dag er verið að orða mig við lið í bestu deild í heimi. En ég er alveg rólegur. Angers hefur úrslitaákvörðun í þessu," sagði Manga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×