Enski boltinn

Abramovich tapar þúsund milljörðum

Abramovich ætti að eiga til hnífs og skeiðar þrátt fyrir kreppuna
Abramovich ætti að eiga til hnífs og skeiðar þrátt fyrir kreppuna NordicPhotos/GettyImages

Heimskreppan hefur komið mjög illa við Roman Abramovich eiganda Chelsea ef marka má nýlega úttekt í rússnesku tímariti um fjármál.

Þar kemur fram að auður Abramovich hafi dregist saman um rúma þúsund milljarða króna síðan kreppan skall á.

Abramovich er enn í öðru sæti yfir ríkustu menn í Rússlandi en eignir hans eru nú "aðeins" metnar á 1600 milljarða í stað 2600 milljarða áður.

Kreppan hefur komið illa við rússneska auðjöfra eftir því sem fram kemur í tímaritinu, en Abramovich var í 15. sæti lista Forbes yfir ríkustu menn heims í fyrra.

Bandaríska tímaritið gefur út nýjan lista eftir tvo mánuði og þar verður forvitnilegt að sjá hvar menn eins og Abramovich standa á listanum eftir að kreppan skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×