Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Ashton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dean Ashton skorar ekki fleiri mörk fyrir West Ham á tímabilinu.
Dean Ashton skorar ekki fleiri mörk fyrir West Ham á tímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Dean Ashton hefur neyðst til að játa því að hann spili ekki meira með West Ham á tímabilinu en hann hefur verið frá síðan í september.

Ashton gekkst í vikunni undir annan uppskurð á ökkla. Læknar West Ham hafa ekki tímasett endurkomu Ashton en sjálfur stefnir hann að því að ná sér áður en undirbúningstímabilið hefst í sumar.

„Ég held að það sé raunhæft markmið," sagði Ashton í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég þarf nú að jafna mig á aðgerðinni og koma mér aftur í form. Ég vil ekki byrja aftur fyrr en ég er tilbúinn."

Ashton hefur þurft að glíma við ökklameiðsli allan sinn feril og segir hann að vissulega sé það erfitt að vera svona lengi frá.

„Ég tel að ég hafi þann andlega styrk sem þurfi til að komast yfir svona tímabil. En auðvitað er ég eins og aðrir og finnst það hræðilegt að fá ekki að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×