Enski boltinn

Rodwell fær nýjan samning

NordicPhotos/GettyImages
Everton ætlar að verðlauna hinn 17 ára Jack Rodwell með nýjum 5 ára samningi en Rodwell skoraði fyrsta mark sitt fyrir Everton þegar liðið lagði Aston Villa að velli í ensku bikarkeppninni í gær.

Rodwell verður 18 ára í næsta mánuði en í desember 2007 varð hann yngsti leikmaður í sögu Everton til að spila keppnisleik með aðalliði félagsins. Til þess að koma í veg fyrir að önnur lið kræki í strákinn vill Everton gera við hann langan samning sem allra fyrst.

Einn leikur er í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal og Cardiff mætast öðru sinni en liðin gerðu jafntefli þegar þau léku í Cardiff í síðasta mánuði.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og hann verður sýndur beint á Stöð 2 sport. 3 lið hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, Manchester United, Chelsea og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×