Enski boltinn

Bendtner vill vera fastamaður í liði Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Danski landsliðsmaðurinn Nicklas Bendtner hjá Arsenal gaf út metnaðarfulla yfirlýsingu í viðtali við breska blaðið Daily Mail.

Hinn 21. árs gamli framherji segist eiga skilið að vera í byrjunarliði Arsenal í hverjum einasta leik.

"Mér finnst leiðinlegt að Adebayor skuli vera meiddur, því við þurfum á honum að halda. Mér er hinsvegar alveg sama hver staðan er á hópnum. Ég ætti að vera í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik og spila hverja mínútu," sagði Bendtner, sem þó hefur aðeins skorað þrjú mörk í átján leikjum í vetur.

Daninn lýsti því einnig yfir að hann hefði ekki hugmynd um hvort nýr liðsfélagi hans Andrei Arshavin frá Rússlandi væri góður leikmaður eða ekki.

"Ég hef aldrei séð hann spila. Ég horfði ekki á EM í sumar og hef því ekki hugmynd um hvernig leikmaður hann er," var haft eftir Bendtner.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×