Enski boltinn

United ekki í vandræðum með Derby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Rio Ferdinand fagna marki þess fyrrnefnda.
Cristiano Ronaldo og Rio Ferdinand fagna marki þess fyrrnefnda. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United vann sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 4-1 sigur á Derby í dag.

Þeir Nani og Darron Gibson komu United í 2-0 í fyrri hálfleik og Cristiano Ronaldo jók þann mun með marki á 48. mínútu.

Miles Addison minnkaði svo muninn á 56. mínútu en varamaðurinn Danny Welkbeck tryggði svo öruggan 4-1 sigur United með marki á 81. mínútu.

Sigur United var öruggur og skoraði Ronaldo til að mynda mark sem var dæmt af eftir að dómari leiksins ráðfærði sig við aðstoðarmann sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×