Enski boltinn

Aron með hæstu einkunnina á Sky

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar fagnar marki sínu í dag.
Aron Einar fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / AFP
Aron Einar Gunnarsson var maður leiksins þegar að Blackburn og Coventry gerðu jafntefli í ensku bikarkeppninni í dag samkvæmt lesendum skysports.com.

Aron Einar fær 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann skoraði fyrra mark Coventry í 2-2 jafntefli. Michael Doyle fær 8,4 í einkunn en hann skoraði síðara markið eftir sendingu frá Aroni.

Aron og Doyle, auk Jordan Henderson liðsfélaga þeirra, eru þeir einu sem fá meira en átta í einkunn en besti maður Blackburn var Roque Santa Cruz með 7,9.

Mark Arons Einars var sérlega glæsilegt. Hann tók niður boltann utan teigs, sneri sér og þrumaði knettinum í netið. Paul Robinson, markvörður Blackburn, kom engum vörnum við.

Þetta var fyrsta mark Arons fyrir Coventry í annað hvort deild eða bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×