Enski boltinn

Rooney klár um helgina

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Wayne Rooney hefur ekki spilað með Manchester United síðan 14. janúar en hann ætti að verða klár í slaginn um næstu helgi þegar liðið mætir Blackburn.

Rooney skoraði sigurmark United gegn Wigan þann 14. janúar en meiddist svo á læri og hefur ekki komið við síðan.

Eftir sigur United á Derby í gær sagði Alex Ferguson að hann ætti von á að Rooney tæki sæti á varamannabekknum fyrir leikinn gegn Fulham í miðri viku og yrði svo endanlega klár um næstu helgi.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Englands- og Evrópumeistarana, sem eiga fyrri leikinn við Inter í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Rooney er búinn að skora 12 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur þrátt fyrir að hafa misst úr meira en mánuð vegna meiðsla.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×