Enski boltinn

Ekki afskrifa Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ray Wilkens stýrði Chelsea í gær.
Ray Wilkens stýrði Chelsea í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ray Wilkens hefur varað við því að önnur lið afskrifi Chelsea í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni nú í vetur.

Chelsea vann í gær sigur á Watford, 3-1, með þremur mörkum frá Nicolas Anelka. Guus Hiddink var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins í síðustu viku og tekur formlega við störfum á morgun. Wilkins verður aðstoðarmaður hans og stýrði Chelsea í gær.

„Fólk segir alltaf að þetta verði erfitt tímabil," sagði Wilkins eftir leikinn í gær. „En við erum enn í bikarnum og eigum enn séns í bæði deildinni og Meistaradeildinni. Þegar að heilladísirnar komast á okkar band munum við gera kröftuga atlögu að öðrum liðum."

Hann sagði að Hiddink hafi heilsað upp á leikmenn eftir leik.

„Hann óskaði strákunum til hamingju eftir leik og hann kom reyndar líka fyrir leik til að óska þeim góðs gengis."

Watford komst óvænt yfir í leiknum eftir að Chelsea gerðist aðgangshart fyrstu mínútur leiksin.

„Þetta var smá áfall en ég held að sigurinn hafi verið mjög sanngjarn miðað við frammistöðu okkar í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×