Enski boltinn

Fabregas á undan áætlun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabregas fagnar marki.
Fabregas fagnar marki.

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vonast til að geta æft með bolta á næstu tíu dögum. Bati hans er hraður og á undan áætlun en hann meiddist á hné í leik gegn Liverpool fyrir jól.

„Ég hef lagt mikið á mig síðustu vikur og gert erfiðar æfingar sem eru góðar fyrir vöðvana mína. Ég er mjög sáttur við hvernig tekist hefur til og vonast til að geta byrjað aftur að æfa með bolta á næstu tíu dögum. Batinn hefur verið hraðari en búist var við," sagði Fabregas.

„Ég get ekki beðið eftir því að leika mér bolta aftur. Það eru um tveir mánuðir síðan ég sparkaði síðast í bolta og það hefur aldrei liðið svo langur tími án þess að ég hef gert það á ævi minni!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×