Enski boltinn

Meiðsli Cole ekki alvarleg - Boa Morte úr leik í mánuð

Carlton Cole
Carlton Cole NordicPhotos/GettyImages

Ökklameiðsli framherjans Carlton Cole hjá West Ham sem hann hlaut í leik gegn Middlesbrough í bikarnum um helgina voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Fyrrum Chelsea-maðurinn fór þjáður af velli og óttast var að hann væri jafnvel brotinn, en nú hefur komið í ljós að ekkert er slitið eða brotið og ætti hann að ná sér eftir um tvær vikur.

Portúgalinn Luis Boa Morte meiddist líka í leiknum og Gianfranco Zola hefur staðfest að nárameiðsli hans kosti mánaðar fjarveru. Stuðningsmenn West Ham bauluðu á Boa Morte þegar hann fór af velli og vakti það litla hrifningu hjá stjóranum.

"Ég skil þetta ekki. Luis hefur verið atvinnumaður fram í fingurgóma og hann leggur sig alltaf allan fram. Þá er hann líka góður maður að hafa í búningsklefanum og er leikmaður sem allir þjálfarar vilja hafa í sínum röðum. Hann á ekki skilið að áhorfendur séu að baula á hann," sagði Zola.




























Fleiri fréttir

Sjá meira


×