Enski boltinn

Balotelli sagður vilja komast heim

Það eru enn á ný farnar af stað sögusagnir um framtíð ítalska framherjans, Mario Balotelli, sem mátti sætta sig við að fylgjast með úr stúkunni um síðustu helgi. Hann komst ekki í hóp.

Enski boltinn

Ég er fokkin Edgar Davids

Hollenski knattspyrnumaðurinn Edgar Davids gleymdi sér aðeins í sjónvarpsviðtali á Sky um helgina þegar hann notaði F-orðið sem er bannað í sjónvarpi þar í landi.

Enski boltinn

Ekkert breytt hjá Clattenburg - dæmir ekki um næstu helgi

Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg mun missa af þriðju helginni í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi 37 ára gamli dómari hefur ekkert dæmt síðan að Chelsea sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart leikmanni sínum John Obi Mikel í leik liðsins á móti Manchester United.

Enski boltinn

Terry slapp vel - engin liðbönd sködduð

John Terry, fyrirliði Chelsea, virðist hafa sloppið vel frá hnémeiðslunum sem hann varð fyrir í jafnteflinu á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Terry var borin af velli í fyrri hálfleik og einhverjir óttuðust um að tímabilið væri hættu hjá kappanum.

Enski boltinn

Suarez sendi Terry knús

John Terry, fyrirliði Chelsea, var borinn sárþjáður af velli í leiknum gegn Liverpool um helgina eftir að Luis Suarez hafði lent á löppinni á honum.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Hvað sögðu sérfræðingarnir um varnarleik Man City?

Manchester City landaði þremur stigum um helgina með 2-1 sigri gegn Tottenham á heimavelli. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig en Manchester United er efst með 27 stig. Að venju var farið yfir allt það helsta úr enska boltanum í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Guðmundur Benediktsson fór þar í gegnum leik Man City og Tottenham með sérfræðingunum, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni.

Enski boltinn

Fellaini er til sölu fyrir rétta upphæð

David Moyes, stjóri Everton, segist gera sér grein fyrir því að fjölmörg félög hafi áhuga á leikmanni sínum, Maroune Fellaini, en varar áhugasama við því að hann sé ekki til sölu á neinu tombóluverði.

Enski boltinn

Chelsea og Liverpool skildu jöfn

Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í dag en John Terry gerði mark heimamann í leiknum og enginn annar en Luis Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool í leiknum.

Enski boltinn

Tevez: Ófaglegt hjá Gary Neville

Argentínumaðurinn Carlos Tevez gagnrýnir fyrrverandi liðsfélaga sinn Gary Neville töluvert í fjölmiðlum þessa dagana en Tevez telur að Neville geti ekki bæði verið einn af helstu sérfræðingum Sky Sports á sama tíma og hann er í þjálfarateymi enska landsliðsins í knattspyrnu.

Enski boltinn