Enski boltinn

Fellaini er til sölu fyrir rétta upphæð

Fellaini í leik gegn Liverpool.
Fellaini í leik gegn Liverpool.
David Moyes, stjóri Everton, segist gera sér grein fyrir því að fjölmörg félög hafi áhuga á leikmanni sínum, Maroune Fellaini, en varar áhugasama við því að hann sé ekki til sölu á neinu tombóluverði.

Hinn 24 ára gamli Belgi hefur farið af stað með miklum látum á þessari leiktíð og skoraði mark og lagði upp annað um helgina.

Margar stjörnur hafa fæðst á Goodison Park undanfarin ár. Þær voru síðan seldar til stærri félaga.

"Það vita allir hvar Felli er, hvað hann getur og það vita líka allir að hann verður ekki ódýr ef einhver vill kaupa," sagði Moyes.

"Ég nenni ekki alltaf að berjast enda hef ég þurft að selja leikmenn síðustu ár. Þeir sem hafa verið seldir hafa aftur á móti farið á góðu verði. Okkur hefur tekist að halda sjó þó svo við höfum selt menn. Félagið er alltaf stærra en einstaka leikmenn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×