Enski boltinn

Balotelli sagður vilja komast heim

Það eru enn á ný farnar af stað sögusagnir um framtíð ítalska framherjans, Mario Balotelli, sem mátti sætta sig við að fylgjast með úr stúkunni um síðustu helgi. Hann komst ekki í hóp.

Leikmaðurinn er sagður vera hundfúll með stöðu sinna mála hjá City og vilji fara aftur heim til Ítalíu. Þessi saga hefur heyrst áður.

Umboðsmaður Balotelli, Mino Raiola, segir aftur á móti ekkert hæft í því að leikmaðurinn vilji fara. Hann ætli að virða samning sinn við félagið sem er til ársins 2015.

"Það er ekki í kortunum að fara til Ítalíu. Hann mun klára sinn samning og vill ekki fara. Þetta er ekkert flóknara en það," sagði Raiola.

Bæði Mílanó-liðin hafa mikinn áhuga á því að fá Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×