Sport

Agnar Bragi: Við erum bara fallnir

Selfyssingurinn Agnar Bragi Magnússon var svekktur eftir 0-2 tap á móti ÍBV á heimavelli í Pepsi-deildinni í kvöld. Tapið þýðir að Selfyssingar eiga aðeins tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi í deildinni.

Íslenski boltinn

Matti Villa: Það á eitthvað eftir að gerast

„Meðan það er möguleiki þá verðum við að klára okkar," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir að liðið vann 4-1 útisigur gegn Stjörnunni í kvöld. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tveimur umferðum er ólokið.

Íslenski boltinn

Guðmundur vann sterkt mót í Englandi

Einhver efnilegasti kylfingur landsins, Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem er klúbbmeistari GR, gerði sér lítið fyrir í dag og vann Duke of York-golfmótið sem fram fór á Royal St. George´s-golfvellinum í Englandi.

Golf

Upp og niður hjá Birgi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hóf leik á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í heilt ár í dag. Íslandsmeistarinn er að taka þátt í móti sem fram fer í Austurríki.

Golf

Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína.

Enski boltinn

Fyrstu æfingar Miami Heat fara fram í bandarískri herstöð

Miami Heat tilkynnti í gær að fyrstu æfingabúðir liðsins fyrir komandi NBA-tímabil munu fara fram í bandarísku herstöðinni á Fort Walton Beach sem er í um 1086 ílómetra fjarlægð frá Miami-borg. Liðið mun æfa þarna frá 28. september til 3. október og ætti að fá frið frá æstum aðdáendum og forvitnum fjölmiðlamönnum.

Körfubolti

Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka

Haukar unnu 2-1 sigur á Fram á dramatískan máta á Vodafone-vellinum í kvöld. Allt stefndi í jafntefli þegar að varamaðurinn Hilmar Trausti Arnarsson skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Íslenski boltinn