Sport

Dalglish spenntur fyrir Paddy hjá Celtic

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur leyfi eigenda Liverpool til að fjárfesta í fleiri leikmönnum og ensku slúður-blaðamennirnir skrifa um það í morgun að skoski stjórinn ætli sér að ná í Paddy McCourt, kantmann hjá Celtic.

Enski boltinn

Heitar flugur frá Veiðiflugum

Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið.

Veiði

Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu

Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar.

Veiði

Wenger hrósar Joey Barton fyrir hugrekki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var spurður út í möguleikann á því að hann fengi Joey Barton til Arsenal-liðsins eftir markalaust jafntefli við Newcastle um helgina. Barton á víst enga framtíð hjá Newcastle eftir óvinsælar yfirlýsingar sínar að undanförnu.

Enski boltinn

Ferguson: Schmeichel gerði líka mistök í fyrstu leikjunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það taki alla evrópska markverði dágóðan tíma að aðlagast enska boltanum. Ferguson tjáði sig um frammistöðu Spánverjans David De Gea sem hefði átt að gera mun betur í markinu sem hann fékk á sig í 2-1 sigri United á West Bromwich Albion í gær.

Enski boltinn

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Íslenski boltinn

Tvöfaldur sigur hjá GR

Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt.

Golf

Camacho tekur við kínverska landsliðinu

Fyrrverandi þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins , Jose Antonio Camacho, er tekinn við kínverska landsliðinu í knattspyrnu, en hans aðal verkefni verður að koma liðinu á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti

Flottir urriðar úr Kleifarvatni

Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund.

Veiði

Góð veiði í Mýrarkvísl

Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust.

Veiði

Mjög gott í Langá

Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði.

Veiði