Vettel: Mjög ánægður með árangurinn 25. september 2011 19:11 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. AP MYND: /Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira