Sport

Kristján: Alvöru karlmenn í þessum liðum

"Í stigasöfnuninni eru þetta mjög góð þrjú stig og gerir tvo síðustu leikina mjög spennandi fyrir okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir 2-1 sigurinn á Þór í kvöld en Valur náði þar með FH að stigum í þriðja sæti deildarinnar en FH á leik til góða gegn Grindavík á morgun.

Íslenski boltinn

Kiel niðurlægði Bergischer í dag

Kiel er eitt á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta sem stendur eftir átján marka stórsigur á Bergischer HC í dag, 34-18. Þá voru Íslendingar einnig á ferð í B-deildinni í Þýskalandi, sem og í Danmörku og Svíþjóð.

Handbolti

Pálmi Rafn skoraði í tapleik

Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð.

Fótbolti

Sergio Aguero kominn í hóp með Micky Quinn

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í 2-2 jafnteflinu á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Grindavík - FH einnig frestað

Ákveðið hefur verið að fresta viðureign Grindavíkur og FH vegna veðurs og fara því aðeins fjórir leikir fram í Pepsi-deild karla í dag. Fyrr í morgun var viðureign ÍBV og KR einnig frestað.

Íslenski boltinn

Redknapp sér enn eftir Suarez

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist enn sjá eftir því að hafa mistekist að festa kaup á Luis Suarez áður en sá síðarnefndi gekk í raðir Liverpool fyrr á þessu ári.

Enski boltinn