Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 30. október 2011 00:01 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira