Sport

Emil lék allan leikinn

Emiil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Varese í ítölsku B-deildinni í dag

Fótbolti

Létt hjá Liverpool

Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það tók Liverpool aðeins tvær hornspyrnur og fimmtán mínútur að gera út um leikinn gegn bitlausu liði Aston Villa.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30

Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val.

Handbolti

City á toppinn á ný

Manchester City sigraði Arsenal 1-0 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis og náði City þar með toppsætinu af nágrönum sínum í Man. Utd. á nýjan leik.

Enski boltinn

Man. Utd á toppinn

Manchester United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið a.m.k., með því að leggja Heiðar Helguson og félaga í QPR 2-0 á útivelli í bráðfjörugum hádegisleik dagsins.

Enski boltinn

AC Milan komið á toppinn á Ítalíu

AC Milan komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sigur á heimavelli gegn Siena. Milan hefur reyndar leikið einum leik meira en Udinese og Juventus sem eru stigi á eftir..

Fótbolti

Gylfi á bekknum í jafnteflisleik

Gylfi Þór Sigurðsson er enn út í kuldanum hjá Hoffenheim og hann sat sem fastast á varamannabekk liðsins er Hoffenheim og Hertha Berlin gerðu 1-1 jafntefli í dag.

Fótbolti

Man. Utd gæti óvænt komið aftur inn í Meistaradeildina

Svo gæti farið að Manchester United verði í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir allt saman. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur nefnilega hótað knattspyrnusambandi Sviss og fari sambandið ekki eftir þeirra fyrirmælum þá verður öllum svissneskum liðum meinað að taka þátt í Evrópukeppnum.

Fótbolti

Slæmt tap hjá Löwen | Kári í stuði gegn meisturunum

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er þeir töpuðu fyrir Flensburg í dag, 37-34. Flensburg átti stig á Löwen fyrir leikinn og Löwen er nú þrem stigum á eftir Flensburg og Hamburg. Löwen er í fimmta sæti.

Handbolti

Eiginkona Kobe sækir um skilnað

Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003.

Körfubolti

HM 2011: Rakel Dögg gerði upp Brasilíuferðina í þætti Þorsteins J

Ítarleg umfjöllun var um undanúrslitaleikina í HM kvenna í handbolta í gær á Stöð 2 sport. Rakel Dögg Bragadóttir var gestur þáttarins en hún meiddist alvarlega á hné nokkrum dögum áður en HM hófst í Brasilíu. Rakel tók að sér nýtt hlutverki í leikmannahópnum á meðan keppnin fór fram í Brasilíu og fór hún yfir mótið með Þorsteini J., Geir Sveinssyni, og Guðjóni Guðmundssyni.

Handbolti

Mancini vill fá meira frá Nasri

Roberto Mancini, stjóri Man. City, viðurkennir að vera ekki nógu ánægður með Frakkann Samir Nasri sem gekk í raðir félagsins frá Arsenal í sumar. Mancini vill fá meira fra´leikmanninum.

Enski boltinn