Sport

„Ekki boð­legt á þessu getu­stigi“

„Við gáfum þeim of auðvelt aðgengi að markinu okkar í fyrri hálfleik og það er ekki boðlegt á þessu getustigi,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir tap sinna manna gegn erkifjendunum í Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Enski boltinn

„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“

ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur.

Sport

Brun­son skaut Phila­delphia í kaf

New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum.

Körfubolti

Læri­sveinar Freys lifa í voninni

KV Kortrijk, lið Freys Alexanderssonar, vann lífsnauðsynlegan sigur í belgísku úrvalsdeild karla í fótbolta. Liðið er í bullandi fallbaráttu en sigurinn heldur vonum liðsins um að spila áfram í efstu deild á lífi.

Fótbolti

Davíð Smári: Ekki okkar besta frammi­staða

Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að.

Íslenski boltinn

Upp­gjör og við­töl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann

Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna.

Íslenski boltinn

Lyon í úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi.

Fótbolti

Upp­gjör og við­töl: Vestri - HK 1-0 | Bene­dikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð

Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur.

Íslenski boltinn

Arsenal vann kaflaskiptan Norður-Lundúnaslag

Arsenal náði fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Tottenham, 2-3, í Norður-Lundúnaslagnum í dag. Skytturnur voru 0-3 yfir í hálfleik en Spurs hleypti mikilli spennu í leikinn í seinni hálfleik.

Enski boltinn