Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, nýársdag. Innlent 1.1.2026 09:29
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19
Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. Innlent 31.12.2025 17:34
Simmi vinsælasti leynigesturinn Tæplega 27 prósent landsmanna segja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins vera þann flokksformann sem þeir vildu helst fá sem óvæntan gest í nýárspartíið sitt, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Það kom Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í opna skjöldu að hún væri í öðru sæti „ekki nema fólk sé að búast við nikkunni.“ Innlent 31.12.2025 17:08
„Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19
Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. Innlent 31.12.2025 15:12
Gummi lögga er maður ársins 2025 Maður ársins 2025 hjá fréttastofu Sýnar er Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður. Hann hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól. Innlent 31.12.2025 15:06
Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings. Innlent 31.12.2025 14:37
„Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. Innlent 31.12.2025 14:35
Vara við hættu á sinubruna Slökkviliðsstjórar á Norðurlandi biðja fólk um að fara afar varlega með skotelda og opinn eld í dag vegna hættu á gróðureldum. Afar þurrt sé í veðri, gróður á Norðurlandi mjög þurr og því hætta á að eldur breiðist hratt út ef hann kemst í sinu. Innlent 31.12.2025 14:28
Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi. Innlent 31.12.2025 12:59
Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás „Þetta er mikið áfall, alveg klárlega. Ég er búin að leggja mikið hjarta í að vera með sánurnar og þetta er svona svolítið heilagt rými fyrir mig og fólkið sem kemur. Það er búið að myndast mjög fallegt og skemmtilegt samfélag í kringum þetta. Eins og er oft með sánurnar þá er þetta oft griðastaður fyrir fólk. Þannig að þetta var bara mjög sárt. Það er leiðinlegt að enda árið svona.“ Innlent 31.12.2025 12:31
Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03
Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Hinn tólf ára gamli Hafþór Freyr Jóhannsson er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar. Hann bjargaði tveggja ára systur sinni frá drukkun þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Innlent 31.12.2025 11:34
Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að myndbandsupptaka sé til af því þegar skór dóttursonar hennar voru teknir í Borgarholtsskóla fyrr á árinu. Innlent 31.12.2025 11:14
Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás á Akureyri í nótt þar sem hnífi hafði verið beitt. Þrír voru handteknir vegna málsins. Innlent 31.12.2025 10:33
Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rafmagnslaust hefur verið á Tálknafirði síðan á öðrum tímanum í nótt. Vonir standa til að rafmagn verði komið aftur á í þorpinu seinni partinn. Innlent 31.12.2025 09:55
Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Rúmlega 54 prósent eru bjartsýn fyrir komandi ári samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Tæplega þriðjungur segist í meðallagi bjartsýnn fyrir 2026 en tæp fjórtán prósent segjast svartsýn fyrir árinu. Innlent 31.12.2025 08:25
Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Lögregla handtók karlmann í Reykjavík í gær sem grunaður er um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 31.12.2025 07:22
„Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það. Innlent 31.12.2025 00:11
Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Um helmingur þeirra sem slasast í flugeldaslysum eru börn allt niður í leikskólaaldur segir sérfræðingur í forvörnum. Góðir hanskar og flugeldagleraugu eru meðal öryggisbúnaðar sem nauðsynlegt er að hafa með þegar skjóta á upp annað kvöld. Innlent 30.12.2025 23:03
„Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Svavar Halldórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Algalífi og fyrrverandi fréttamaður, er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir alvarlega kransæðastíflu. Lífið hafi tekið stakkaskiptum og hann þakki nú fyrir hvern dag og hvert augnablik. Innlent 30.12.2025 22:43