Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist

Foreldrar barna í leikskólanum Múlaborg í Reykjavík hafa setið fundi með fulltrúum borgarinnar, lögreglu og barnaverndar í dag. Ekkert bendir til að karlmaður, sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Rætt verður við sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Kefla­vík

Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Innlent
Fréttamynd

Blaða­við­tal við Matthías lagt fram í gögnum málsins

Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögn­um máls­ins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið.

Innlent
Fréttamynd

Sundlaugargestur hand­tekinn

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

„Það hefði auð­vitað verið betra“

Það hefði verið betra, að mati utanríkisráðherra, hefði Trump haldið í kröfu Evrópuleiðtoga um að semja fyrst um vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands og síðan frið, frekar en að halda friðarviðræður „undir sprengjuregni og drápsvél Rússa.“ Hún gerir enga athugasemd við rauða dregilinn sem tók á móti Pútín á leiðtogafundinum í Alaska í gær, svo lengi sem gjörningurinn skili „réttlátum og langvarandi friði í Evrópu.“

Innlent
Fréttamynd

Grunaðir um hópárás með kylfu

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stór­efla sam­göngur á Vestur­landi

Samgöngur á Vesturlandi hafa orðið útundan undanfarin ár, að mati Samtaka sveitarfélaga á svæðinu. Forsvarsfólk þeirra krafðist úrbóta á fundi með ríkistjórninni á fimmtudag. Þá þurfi að bæta fjarskiptakerfi, fjölga hjúkrunarrýmum og berjast gegn verndartollum á kísiljárn.

Innlent