Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Kveikt var í hinu svokallaða Tjaldi vonarinnar í Laugardal í gærkvöldi. Þegar komið var að tjaldinu í morgun var það brunnið til kaldra kola, en því var haldið úti af samtökunum TC Ísland, sem hefur það að markmiði að styðja við jaðarsetta hópa og aðstoða fólk með fíknivanda. Innlent 26.7.2025 22:36
Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Innlent 26.7.2025 21:02
„Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Forstjóri eina kísiljárnframleiðanda landsins segir samkeppnishæfni félagsins verða þurrkaða út ef yfirvofandi verndartollar ESB verða að veruleika. Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það grafalvarlegt ef málið var ekki rætt á fundi með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á dögunum. Innlent 26.7.2025 19:14
Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn í dag. Skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður. Innlent 26.7.2025 12:05
Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sérfræðingur í Evrópurétti minnir á að Ísland tilheyri ekki tollabandalagi Evrópusambandsins þrátt fyrir EES-samninginn í ljósi mögulegra tolla á kísiljárn frá Íslandi. Óljóst sé hvort hægt sé að grípa til ráðstafanna enda umfang og eðli tollanna óþekkt. Innlent 26.7.2025 11:52
Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Íslensk kona sem var stödd í Íran þegar Ísraelsher hóf árásir á landið í júní komst ekki úr landinu og til Dúbaí, þar sem hún er búsett, fyrr en mánuði síðar. Hún lýsir miklum ótta og ringulreið í tólf daga stríðinu sem fylgdi. Innlent 26.7.2025 10:32
Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda sé magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Innlent 26.7.2025 08:00
Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Innlent 26.7.2025 07:49
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. Innlent 26.7.2025 07:27
Áfram gýs úr einum gíg Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi. Innlent 26.7.2025 07:20
„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku. Innlent 25.7.2025 23:55
Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Innlent 25.7.2025 21:18
Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Lundaveiði er heimiluð í Vestmannaeyjum frá og með 25. júí og mega standa yfir til 15. ágúst. Veiðimenn í Eyjum eru ósammála mati Náttúrufræðistofnunar Suðurlands að ofveiði hafi átt sér stað síðustu ár sem stuðlað hafi að fækkun lundans. Innlent 25.7.2025 20:09
Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Innlent 25.7.2025 20:06
ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Innlent 25.7.2025 19:18
Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. Innlent 25.7.2025 18:33
Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Í kvöldfréttum fjöllum við áfram um ástandið á Gasa, þar sem eitt af hverjum fjórum börnum er sagt vannært. Ísraelska þingið ályktaði í dag að innlima eigi Vesturbakkann og virðist útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Innlent 25.7.2025 18:09
Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Maður var handtekinn í Garðabæ í dag vegna ólöglegs vopnaburðar, en hann var meðal annars með úðavopn. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. Innlent 25.7.2025 17:47
Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Ekki var hægt að fljúga flugvélum frá Keflavík og Reykjavík í um tvær klukkustundir, vegna bilunar í flugstjórnarbúnaði í Reykjavík. Búnaðurinn sem um ræðir er notaður við flugstjórn efra loftrýmis. Innlent 25.7.2025 16:05
Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á öðrum tímanum vegna umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegs og Þorlákshafnarvegar. Innlent 25.7.2025 15:48
Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Keyrt var á tvo íslenska stráka í Norður-Makedóníu þegar þeir æfðu fyrir keppni í götuhjólreiðum. Líðan þeirra er sögð góð eftir atvikum. Innlent 25.7.2025 15:33
Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af tveimur mönnum í tengslum við rannsókn á þjófnaði úr skartgripabúð á miðvikudag. Þeir eru ekki þeir sömu og voru handteknir fyrir sambærilegan þjófnað á mánudag. Innlent 25.7.2025 15:18
Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Innlent 25.7.2025 14:33
Hneig niður vegna flogakasts Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag. Innlent 25.7.2025 13:05