Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Innlent 21.5.2025 10:11
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Innlent 21.5.2025 10:06
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. Innlent 21.5.2025 10:01
Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Dýraverndunarfélagið Villikettir leitar nú logandi ljósi að nýjum fósturheimilum sem geta veitt hræddum kisum öruggt húsaskjól. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eitt af kisukotum þeirra í Hafnarfirði þar sem hvert herbergi innihélt fjölmargar kisur. Innlent 20.5.2025 20:02
Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Innlent 20.5.2025 19:24
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. Innlent 20.5.2025 19:03
„Það er bara dýrt að vera fátækur“ Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Innlent 20.5.2025 18:36
Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Smáskjálftahrina reið yfir milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells nú síðdegis. Um þrjátíu skjálftar mældist á svæðinu á rúmri klukkustund. Innlent 20.5.2025 18:09
Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Mikill viðbúnaður var í Ísafjarðardjúpi í dag þegar farþegabátur varð vélarvana og hátt í fimmtíu var komið til bjargar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá vettvangi og ræðum við fulltrúa Landsbjargar í beinni en allar björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út. Innlent 20.5.2025 18:01
32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Alls sóttu 32 einstaklingar um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun en 7 umsækjendur drógu umsóknar sínar til baka vegna opinberar nafnbirtingar á umsækjendum. Innlent 20.5.2025 17:15
Fimm keyptu gám sem er ekki til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að kaupa gám sem er ekki til. Að minnsta kosti fimm hafa borgað fyrir gáminn eftir að hafa séð auglýsingu um hann á Facebook. Innlent 20.5.2025 17:13
Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist hafa þóst vera erlendur ferðamaður þegar hann tók leigubíl af Keflavíkurflugvelli í gær. Leigubílstjórinn hafi svo rukkað hann miðað við stórhátíðartaxta, um miðjan dag á mánudegi. Innlent 20.5.2025 17:13
Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Forseti Alþingis lagði í dag fram frumvarp um að starfstími framtíðarnefndar verði framlengdur út kjörtímabilið og formanni hennar verði greitt álag á þingfararkaup. Formaðurinn Jón Gnarr fær tvær milljónir króna aukalega á ári verði frumvarpið að lögum. Þingmenn Miðflokksins vilja heldur að nefndin verði lögð niður. Innlent 20.5.2025 16:18
Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Lenda þurfti farþegaflugvél Play á leiðinni frá Spáni til Íslands á Írlandi í nótt vegna bráðra veikinda farþega. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að farþeginn hafi verið burðardýr með fíkniefni innvortis. Innlent 20.5.2025 15:55
Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Lyfjafræðingar felldu innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Lyfjafræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins með níutíu prósentum atkvæða. Núverandi samningur er orðinn átján ára gamall en formaður félagsins segir félagsmenn hafa upplifað nýjan samning sem réttindaskerðingu. Innlent 20.5.2025 15:18
Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. Innlent 20.5.2025 14:47
„Þetta fór eins vel og kostur var“ Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunaraðgerðir, sem farið var í þegar farþegabátur tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, hafi farið eins vel og kostur var. Innlent 20.5.2025 14:34
Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn. Innlent 20.5.2025 14:03
Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann. Innlent 20.5.2025 13:38
Líkur á eldgosi aukast með haustinu Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi, sem bendir til áframhaldandi kvikusöfnunar á svæðinu. Haldist hraði landrissins svipaður og hann hefur verið undanfarnar vikur, áætlar Veðurstofa Íslands að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist þegar líða fer á haustið. Innlent 20.5.2025 13:12
Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Innlent 20.5.2025 12:40
„Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Björn Teitsson borgarfræðingur veltir því fyrir sér hvers vegna Degi B. Eggertssyni sé iðullega kennt um það að verslunum miðbæjarins sé lokað eða þær fari á hausinn. Innlent 20.5.2025 12:19
„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Innlent 20.5.2025 12:08
Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um málefni hjúkrunarfræðinga. Innlent 20.5.2025 11:40