Útlendingastofnun hafa aldrei borist fleiri umsóknir um dvalarleyfi en á árinu 2007, eða 17.408, miðað við 16.651 árið áður. Alls voru gefin út 13.565 dvalarleyfi og fjölgaði þeim um 676 frá árinu 2006. Þetta kemur fram í vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
Nýjar umsóknir voru 10.500 árið 2007 og 9.700 árið 2006, aðrar umsóknir voru vegna óska um framlengingu á dvöl. Stærstur hluti þeirra sem sótti um dvalarleyfi hafði í hyggju að búa á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar, en flestir þeirra sem hugðust búa utan þess nefndu Reykjanesbæ, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð.
Flestir umsækjendur voru frá Póllandi og Kínverjar eru í öðru sæti. Hér má sjá skiptinguna eftir þjóðerni.
Pólland 63%
Kína 9%
Litháen 7%
Filippseyjar 4%
Þýskaland 3%
Portúgal 3%
Bandaríkin 3%
Tæland 3%
Lettland 3%
Kanada 2%