Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 12:34 Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson hrósuðu ÍBV í hástert en það var ekkert gott að segja um Val. Sýn Sport „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“ Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Sjá meira
Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“
Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Sjá meira