Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:33 Vestramenn mótmæltu dómnum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sýn Sport Í Stúkunni í gærkvöld mátti heyra upptöku af samskiptum dómara við aðstoðardómara og leikmenn í Garðabænum á sunnudag, þegar mark var dæmt af Vestra í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira